Íbúðirnar afhendast fullbúnar án húsgagna, en með öllum helstu tækjum og gólfefnum. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá TAK og gólfefni (vinyl parket og flísar) eru innifalin. Einnig fylgja vönduð heimilistæki frá AEG í eldhúsi (spanhelluborð, ofn og vifta) og innbyggður ísskápur og uppþvottavél í völdum íbúðum (athugið skilalýsingu fyrir hverja íbúð).